Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

10.01.2014 22:52

Guðni Ágústsson skipaður formaður orðunefndar

Guðni með eina af þeim fjölmörgu orðum sem Hrútavinir hafa heiðrað hann með - Mikil orðureynsla.

 

Guðni Ágústsson skipaður formaður orðunefndar

 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hefur skipað Guðna Ágústsson, fyrrverandi formann Framsóknarflokksins og ráðherra, sem nýjan formann orðunefndar. Hann tekur við af Helgu Jónsdóttur.

Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðamaður Sigmundar, segir að ráðherra hafi tekið þá ákvörðun að skipa Guðna í embættið. Guðni átti fund með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á miðvikudag þar sem rætt var um málefni fálkaorðunnar, verkefni orðunefndar, vinnulag og venjur.

Orðunefndin er skipuð til sex ára í senn en að auki situr forsetaritari í nefndinni. Tími Helgu sem formanns var þó ekki liðinn en hún er á leiðinni til Brüssels þar sem hún tekur sæti í stjórn Eftirlitsnefndar EFTA, ESA. Tími þriggja annarra í orðunefndinni var liðin en þeir voru skipaðir áfram til þriggja ára eins og heimild er fyrir í lögum. Starf orðunefndarinnar er ekki launað.

Guðni var sjálfur sæmdur stórriddarakrossi í desember 2006 fyrir störf í þágu opinbera þágu. Guðni sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn frá árinu 1987 til 2003 og var ráðherra landbúnarmála í átta ár, frá 1999 til 2007. Hann var sömuleiðis varaformaður Framsóknarflokksins í sex ár, frá 2001 til 2007 og formaður hans í eitt ár, 2007 til 2008.

RUV greinir frá

Skráð af Menningar-Staður