Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

20.01.2014 07:10

Bókabærinn austanfjalls

Mynd

Í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi.

Einstaklingar sem hyggjast koma á fót Bókabænum austanfjalls bera saman bækur sínar.

 

Bókabærinn austanfjalls

 

Bókabærinn  austanfjalls er vinnuheiti klasasamstarfs nokkurra aðila sem stefna að aðild að alþjóðasamtökum bókabæja. Bókabæir eru nú til víðsvegar um heiminn og tilgangurinn með þeim er ekki síst sá að hefja bókina til vegs og virðingar, skapa munaðarlausum bókum heimili og farveg auk þess sem margskonar afþreying tengist starfi bókabæjanna.

Bókabærinn austanfjalls verður heilsárs afþreying og atvinnustarfsemi sem byggist bæði á menningararfi bókaþjóðar og alþjóðlegu samstarfi. Verkefnið hefur hlotið styrki nú í upphafi árs, alls tvær milljónir króna, annarsvegar frá samtökum sunnlenskra sveitarfélaga og hinsvegar frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

Morgunblaðið laugardagurinn 18. janúar 2014

 

Skráðmaf Menningar-Staður