Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

21.01.2014 06:40

21. janúar 1918 - Frostamet á Íslandi

.

 

 

21. janúar 1918 - Frostamet á Íslandi

 

21. janúar 1918

Mesta frost hér á landi, 38 stig á Celcius, mældist á Grímsstöðum og Möðrudal á Fjöllum. Þessi vetur hefur verið nefndur frostaveturinn mikli.

21. janúar 1918

Mesta frost í Reykjavík, 24,5 stig á Celcius, mældist þennan dag, en logn var og bjartviðri. „Menn kól bæði á fótum og andliti er þeir voru á gangi um göturnar,“ sagði Vísir. Gengið var út í Viðey á ís, fuglar frusu fastir í vök á Skerjafirði og barnaskólinn var lokaður í nokkra daga.

21. janúar 1925

Ofsaveður var í Reykjavík. Þök fuku af nokkrum húsum og „mátti heita óstætt á götum bæjarins um langa hríð,“ sagði í Morgunblaðinu. Þá gerði mesta flóð sem orðið hafði sunnanlands og vestan í eina öld og brotnuðu hús og bátar í Grindavík og sjóvarnargarður við Eyrarbakka eyðilagðist.


Morgunblaðið þriðjudagurinn 21. janúar 2014 - Dagar Íslands - Jónas RagnarssonSkráð af Menningar-Staður