Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

21.01.2014 07:34

21. janúar 2014 - Opið hús hjá Davíð -

Hús Davíðs Stefánssonar á Akureyri.

Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi.

 

21. janúar 2014 - OPið hús hjá Davíð • 119 ár í dag frá fæðingu skáldsins

Skáldið Davíð Stefánsson frá Fagraskógi við Eyjafjörð fæddist 21. janúar 1895. Í dag eru því liðin 119 ár frá fæðingu hans og í tilefni dagsins verður Davíðshús á Akureyri opið milli kl. 20 og 22 í kvöld og aðgangur ókeypis.

Heimili skáldsins, Davíðshús við Bjarkarstíg 6, hefur verið varðveitt sem safn eftir að Davíð féll frá, en þar er einnig fræðimannsíbúð.

Húsakynnin bera smekkvísi hans glöggt merki, full af bókum, listaverkum og persónulegum munum, eins og hann skildi við árið 1964, segir Haraldur Þór Egilsson, safnstjóri Minjasafnsins á Akureyri; næstum eins og Davíðs sé að vænta innan skamms.

Fyrsta ljóðabók hans, Svartar fjaðrir, kom út árið 1919. Leikfélag Akureyrar frumsýndi nýja uppfærslu Gullna hliðsins eftir Davíð síðastliðinn föstudag.

Morgunblaðið þriðjudagurinn 21. janúar 2014Listaverkið -Brennið þið vitar- í Hólmarastarhúsinu á Stokkseyri.

 Ljóðið er eftir Davíð Stefánsson en lagið er eftir Pál Ísólfsson frá Stokkseyri. Litirnir eftir Elfar Guðna Þórðarson.

 

Skráð af Menningar-Staður