Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

22.01.2014 12:29

Framboðsmálin í Vesturbúðinni á Eyrarbakka


Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar Árborgar, með Sunnlenska fréttablaðið í Vesturbúðinni í morgun.

Aðrir f.v.: Haukur Jónsson, Ingólfur Hjálmarsson og Finnur Kristjánsson.


Reynir Jóhannsson með Sunnlenska fréttablaðið í Vesturbúðinni í morgun.
.

. og Reynir bendir á fréttina um framboð eiginkonunnar, Söndru Dísar Hafþórsdóttur.
.

Framboðsmálin í Vesturbúðinni á Eyrarbakka

Kosið verður til sveitarstjórna á Íslandi laugardaginn 31. maí n.k.  Prófkjör og uppstillingar flokka og framboða eru á mikilli hreyfingu þessar vikurnar.

Reynslan sýnir að heill og hamimgja fylgir frambjóðendum í prófkjörum sem koma reglulega í Vesturbúðina á Eyarrbakka í spjall og stefnumótun.

Í morgun var Eyrbekkingamorgun; því Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar í Árborg var mættur en hann hefur fyrir löngu lýst yfir framboði til vals á D-lista.

Þá voru menn með Sunnlenska fréttablaðið frá í morgun en þar lýsir Eyrbekkingurinn og bæjarfulltrúinn Sandra Dís Hafþórsdóttir yfir framboði  til D-lista. Eiginmaður Söndru Dísar, Reynir Jóhannsson, var í Vesturbúðinni í morgun fyrir sína frú.

Menningar-Staður færði til myndar.


.

Skráð af Menningar-Staður