Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

27.01.2014 20:32

Samningur um uppbyggingu reiðvega

Á myndinni, sem tekin var við undirritun samningsins má sjá; forseta bæjarstjórnar Árborgar, Ara Björn Thorarensen,  framkvæmdastjóra sveitarfélagsins, Ástu Stefánsdóttur,  og fulltrúa reiðveganefndarinnar, þá Einar Hermundsson og Magnús Ólason.

 

Samningur um uppbyggingu reiðvega

 

Sveitarfélagið Árborg og Hestamannafélagið Sleipnir hafa gert með sér samkomulag sem gildir til ársins 2018 um áframhaldandi uppbyggingu reiðvega í Árborg.

Á samningstímanum mun Árborg greiða Sleipni 3,5 milljónir króna á ári, eða alls 17,5 mkr, til uppbyggingar reiðvega.

Samningurinn kemur í stað eldri samnings frá 2006 um samskonar verkefni, en á grundvelli þess samnings hefur tekist að bæta reiðleiðir verulega.

Reiðveganefnd Sleipnis mun annast framkvæmdina í samráði við fulltrúa sveitarfélagsins

Af www.arborg.is

 

Skráð af Menningar-Staður