Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

28.01.2014 06:53

28. janúar 1907 - Slárurfélag Suðurlands stofnað

Sláturfélag Suðurlands á Selfossi.

 

28. janúar 1907 - Sláturfélag Suðurlands stofnað

Sláturfélag Suðurlands, SS, var stofnað sem samvinnufélag bænda.

 

Um SS í dag:

Sláturfélag Suðurlands svf. er samvinnufélag, í eigu búvöruframleiðenda á félagssvæði sínu og almennra hluthafa. Félagið starfar á grundvelli laga um samvinnufélög nr. 22/1991.

Félagssvæði Sláturfélagsins skv. samþykktum er Vestur-Skaftafellssýsla, Austur- Skaftafellssýsla austur að Jökulsá á Breiðamerkursandi, Rangárvallasýsla, Árnessýsla, Kjósar- og Gullbringusýsla, Borgarfjarðarsýsla, Mýrarsýsla, Snæfells- og Hnappadalssýsla og Dalasýsla auk bæja og kaupstaða innan framangreindra svæða.

Tilgangur félagsins er skv. samþykktum, að annast slátrun, úrvinnslu og sölu á framleiðslu félagsmanna. Félagið flytur einnig inn vörur og stundar aðra verslun eftir því sem það styrkir sölu á framleiðslu félagsins.

Með hliðsjón af tilgangi félagsins og stöðu þess er höfuðmarkmið félagsins að vera leiðandi matvælafyrirtæki sem starfar á heildsölustigi og dreifir vörum á landsvísu. Félagið starfar á þremur sviðum, slátrun, kjötiðnaði og innflutningi.

Sláturfélag Suðurlands svf. er með höfuðstöðvar að Fosshálsi 1, Reykjavík. Að Fosshálsi eru auk skrifstofu, markaðs- og söludeildir.  Á Hvolsvelli er meginhluti kjötiðnaðar staðsettur ásamt frystihúsi og vörudreifingu kjötvara.  Sláturhús rekur félagið á Selfossi ásamt úrbeiningu á kjöti og pökkunarstöð.

Morgunblaðið þriðjudagurinn 28. janúar 2014 og fleira.Skráð af Menningar-Staður