Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

31.01.2014 06:36

Fangi á Litla-Hrauni dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir að ráðast að fangavörðum

Litla-Hraun á Eyrarbakka.

 

Fangi á Litla-Hrauni dæmdur í tíu mánaða fangelsi

fyrir að ráðast að fangavörðum

 

Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Suðurlands yfir karlmanni sem var dæmdur í 10 mánaða fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni og eignaspjöll. Maðurinn er fangi á Litla-Hrauni.

Hann var dæmdur fyrir að hafa þriðjudaginn 12. mars 2013 í fangelsinu að Litla-Hrauni veist með ofbeldi að þremur fangavörðum sem voru við skyldustörf. Hann sló ítrekað í höfuð eins þeirra svo gleraugu hans fóru af, reif í hár annars og klóraði nef hans og sló þriðja fangavörðinn í enni og hnakka svo gleraugu hans fóru af.

Maðurinn játaði skýlaust sakargiftir.

Morgunblaðið föstudagurinn 31. janúar 2014

Skráð af Menningar-Staður