Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

07.02.2014 06:16

Andlát - Áki Guðni Gränz

Áki Guðni Gränz

 

Andlát - Áki Guðni Gränz

 

Áki Guðni Gränz, málarameistari og fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Njarðvíkur, lést þriðjudaginn 4. febrúar sl. Hann var 88 ára að aldri. Áki skilur eftir sig eiginkonu og fimm börn.

 

Áki fæddist 26. júní 1925 í Vestmannaeyjum. Foreldrar hans voru Carl Johann Gränz húsgagnasmiður og Guðrún Sigríður Ólafsdóttir. Áki lærði málaraiðn hjá Engilbert Gíslasyni í Vestmannaeyjum og lauk sveinsprófi hjá honum árið 1946. Næstu þrjú árin starfaði Áki sem málari á Selfossi, Reykjavík og víðar, áður en hann fluttist til Ytri-Njarðvíkur árið 1949.

 

Samhliða aðalstarfi sínu var Áki listamaður, sem málaði fjölmörg málverk og mótaði styttur og brjóstmyndir. Þá hannaði hann mörg merki fyrir félög og fyrirtæki, meðal annars bæjarmerki Njarðvíkur.

 

Áki var mjög virkur í félagslífi Suðurnesja. Hann sat meðal annars í stjórn Ungmennafélags Njarðvíkur og gegndi ýmsum störfum á vegum þess, auk þess sem Áki var einn af meðstofnendum Lionsklúbbs Njarðvíkur. Áki var einn af stofnendum Sjálfstæðisfélags Njarðvíkur og fyrsti gjaldkeri þess. Áki var kjörinn í hreppsnefnd í Njarðvíkurhreppi árið 1970 og síðar bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Njarðvík fram til ársins 1986. Áki var forseti bæjarstjórnar Njarðvíkur frá 1982-1986.

Morgunblaðið greinir frá fimmtudaginn 6. febrúar 2014.

 

Áki var virkur félagi í Hrútavinafélaginu Örvari á Suðurlandi og eru nokkrar myndir hér:

Áki Guðni Gränz og Elfar Guðni Þórðarson.

.

F.v.: Árni Johnsen, Einar Elíasson og Áki Guðni Gränz 

.

F.v.: Árni Johnsen, Björn Ingi Bjarnason og Áki Guðni Gränz,

.

Skráð af Menningar-Staður