Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

10.02.2014 15:33

Björt framtíð í Árborg

F.v.: Heiða Kristín Helgadóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar

og alþingismennirnir Óttarr Proppé og Páll Valur Björnsson. 

 

Björt framtíð í Árborg

 

Björt framtíð hefur boðað til kynningarfundar á Eldhúsinu, Tryggvagötu 40 (við hliðina á Samkaupum) á Selfossi fimmtudaginn 13. febrúar kl. 20.00. Tilgangur fundarins er að leggja grunn að framboði í Sveitarfélaginu Árborg fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor.

 

Í fundarboði eru allir sem vilja bjóða íbúum Árborgar uppá bjarta framtíð hvattir til að mæta. Heiða Kristín Helgadóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar og alþingismennirnir Óttarr Proppé og Páll Valur Björnsson munu deila reynslu sinni, styrk og von, eins og segir í tilkynningu frá Bjartri farmtíð.

Af www.dfs.is

 

Skráð af Menningar-Staður