Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

11.02.2014 06:55

Færri fengu lambatittlinga en vildu

Súrsaðir lambatittlingar frá Norðlenska.

 

Færri fengu lambatittlinga en vildu

 

„Þeir kláruðust strax,“ segir Ingvar Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska, en fyrirtækið bauð upp á súrsaða lambatittlinga nú í byrjun þorra, sem er nýjung sem féll greinilega í kramið hjá landsmönnum.

„Það er ljóst að það var meiri eftirspurn eftir þessari nýstárlegu vöru en við bjuggumst við. Margir vildu fá að prófa þetta en þeir voru því miður færri sem fengu,“ bætir hann við. Í ljósi hins mikla áhuga á súrsuðum lambatittlingum hyggst Norðlenska bæta í framleiðsluna að ári.

Landsmenn hafa verið iðnir við að sækja þorrablót undanfarnar helgar og sporðrennt ógrynni af matvælum sem kennd eru við þennan árstíma, þorrann. Þannig gerir SS ráð fyrir að selja um 100 tonn af þorramat nú og Kjarnafæði um 50 tonn, en upplýsingar um magn fengust ekki frá Norðlenska. Ingvar segir þær trúnaðarmál en magnið sem frá fyrirtækinu fari í ár sé svipað og verið hefur undanfarin ár.

Almennt er fólk fastheldið þegar þorramatur er annars vegar og jafnan eru hrútspungarnir vinsælastir, sem og sviðasultan, bæði ný og súr. Nýjungar líta þó af og til dagsins ljós, til dæmis lambatittlingarnir súru. SS býður einnig upp á nýjungar í ár og má þar nefna rúsínuslátur, sem raunar byggir á gamalli hefð, og einnig Bolabita sem er þurrkað nautakjöt og þykir smellapassa á þorrahlaðborðin.

Bændablaðið greinir frá.Skáð af Menningar-Staður