Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

11.02.2014 07:43

Spurningakeppni átthagafélaga 2014 er hafin

Sigurvegararnir í fyrra: Þau kepptu fyrir hönd Breiðfirðingafélagsins.

 

Spurningakeppni átthagafélaga 2014 er hafin

 

Þá er fyrsta undanriðli af 5 lokið, keppnin fór fram 6. feb. sl. og  var bæði spennandi og skemmtileg. Fram fóru þrjár viðureignir og voru þær eftirfarandi:

1. viðureign:

Arnfirðingafélagið (7) - Félag Djúpmanna (20)

2. viðureign:

Arnfirðingafélagið (9) - Átthagafélag Strandamanna (19)

3. viðureign:

Félag Djúpmanna (14) - Átthagafélag Strandamanna (12)

Félag Djúpmanna er öruggt áfram í átta liða úrslit eftir hörkuspennandi keppni. Þar er fyrir Breiðfirðingafélagið en þeir sigruðu keppnina í fyrra og fara beint í átta liða úrslit. Átthagafélag Strandamanna er með 31 stig samanlagt eftir keppnir kvöldsins en tvö stigahæstu taplið undanriðla komast einnig inn í átta liða úrslit svo það er um að gera að fylgjast með framhaldinu.

 

Fyrirkomulagið er breytt frá því í fyrra, nú eru 3ja liða riðlar þannig að hvert félag keppir tvisvar sinnum sama kvöldið og þarf því að leggja aðeins meira á sig til að komast áfram!

Breiðfirðingafélagið sem sigraði í fyrra kemst beint í 8 liða úrslit og 2 stigahæstu tapliðin komast áfram líka.

 

Keppniskvöldin 2014 eru þessi:

 

6. feb. 2014

 Félag Djúpmanna

Átthagafélag Strandamanna

Arnfirðingafélagið

 

13. feb. 2014

 Félag Álftfirðinga og Seyðfirðinga vestra

Súgfirðingafélagið

Átthagafélag Héraðsmanna

 

27. feb. 2014

 Norðfirðingafélagið

Vopnfirðingafélagið

Vestfirðingafélagið

 

6. mars 2014

Barðstrendingafélagið

Húnvetningafélagið

Skaftfellingafélagið

 

13. mars 2014

Árnesingafélagið

Siglfirðingafélagið

Dýrfirðingafélagið

 

27. mars 2014  -  8 liða úrslit

Breiðfirðingafélagið kemst beint hingað sem sigurliðið frá í fyrra. Sigurvegarar riðlanna ásamt 2 stigahæstu tapliðunum verða hér einnig.

 

4. apríl 2014  

Undanúrslit, úrslit og sveitaball í borg

 

Allar keppnirnar fara fram í Breiðfirðingabúð að Faxafeni 14 í Reykjavík.

Húsið opnar kl. 19:30 og keppnin hefst kl. 20:00.

Aðgangseyrir 750 krónur

 

Lið Stokkseyringafélagsins sem keppti 2013. Félagið keppir ekki í ár.

F.v.: Þórður Guðmundsson, séra Sveinn Valgeirsson og Guðbrandur Stígur Ágústsson.
.Skráð af Menningar-Staður