Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

13.02.2014 07:08

Spurningakeppni átthagafélaga í kvöld 13. feb. 2014


Suðureyri við Súgandafjörð. Næst er fjallið Göltur.

 

Spurningakeppni átthagafélaga í kvöld 13. feb. 2014

 

Í kvöld, fimmtudagskvöldið 13. febrúar 2014, verður annar undanriðill í Spurningakeppni átthagafélaganna. Það má búast við æsispennandi og skemmtilegri keppni milli Félags Álftfirðinga og Seyðfirðinga vestra, Súgfirðingafélagsins og
Átthagafélags Héraðsmanna

Sem fyrr fer keppnin fer fram í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, meira miðsvæðis í Reykjavík getur það varla verið!


Við hvetjum ykkur til að mæta og hvetja ykkar fólk sérstaklega en allir eru velkomnir öll kvöldin. Aðgangseyrir verður 750 krónur, 16 ára og yngri greiða ekki aðgangseyri. Húsið opnar kl. 19:30 og keppni hefst kl. 20:00Skráð af Menningar-Staður