Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

13.02.2014 06:44

Súpufundur SAF um framtíðarsýn á fjölda ferðamanna

 

Súpufundur SAF um framtíðarsýn á fjölda ferðamanna

12:00 13. febrúar 2014 - 13:30 13. febrúar 2014

Ferðaskrifstofunefnd SAF mun standa fyrir súpufundi fimmtudaginn 13. febrúar kl. 12.00 um þróun á fjölda erlendra ferðamanna og fer fundurinn fram á Icelandair Hotel Reykjavík Natura.

Á fundinum mun Helgi Már Björgvinsson, framkvæmdastjóri sölu og markaðssviðs Icelandair fara yfir áætlanir Icelandair um framboð og væntanlegan fjölda erlendra ferðamanna. Einnig mun Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar fara yfir áætlanir FLE um móttöku ferðamanna og þá þjónustu sem veitt er í og við flugstöðina.

Verð fyrir súpu, brauð, kaffi og konfekt er 2.100,-. Húsið opnar 11:45.

Skráning fer fram á saf@saf.is

 

Skráð af Menningar-Staður