Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

16.02.2014 09:09

Fjölskylduleiðsögn stofnanda í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar


Listasafn Sigurjóns Ólafsasonar í Laugarnesi í Reykjavík.

Sigurjón Ólafsson fæddist á Eyrarbakka árið 1908 og lést í Reykjavík 1982 og hvílir í kirkjugarðinum á Eyrarbakka.

Hann vann jafnhliða abstrakt- og raunsæis­verk og er talinn einn fremsti portrettlistamaður sinnar samtíðar

Veggmynd Börn að leik sem Sigurjón Ólafsson gerði árið 1938.

Veggmynd  -Börn að leik-  sem Sigurjón Ólafsson gerði árið 1938.

 

Fjölskylduleiðsögn stofnanda í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar

 

Birgitta Spur, stofnandi Listasafns Sigurjóns Ólafssonar, verður með leiðsögn ætlaða börnum um sýninguna Börn að leik í dag, sunnudaginn 16. febrúar 2014,  kl. 14.30 í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnestanga.

„Heiti sýningarinnar vísar bæði í veggmynd Sigurjóns frá árinu 1938 og einnig önnur verk þar sem hann leyfði barnslegum léttleika að ráða ferðinni og gætu vakið áhuga barna og unglinga á myndlist Sigurjóns,“ segir m.a. í tilkynningu frá safninu. Safnið er opið um helgar, þ.e. laugardaga og sunnudaga milli kl. 14 og 17 og er kaffistofa safnsins opin á sama tíma.

Morgunblaðið greinir frá.


Sigurjón

Eyrbekkingurinn Sigurjón Ólafsson myndhöggvari

Skráð af Menningar-Staður