Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

17.02.2014 23:06

Menning og myndir og síðan aðalfundur Upplits 18. feb. 2014

Dorothee Lubecki  menningarfulltrúi Suðurlands

Menning og myndir og síðan

aðalfundur Upplits 18. feb. 2014

 

Fyrsti viðburður Upplits á þessu ári verður haldinn á morgun þriðjudaginn 18. febrúar kl. 20:00 í Ferðaþjónustubýlinu í Efsta-Dal. Gestir kvöldsins verða þau Dorothee Lubecki menningarfulltrúi og Þorsteinn Tryggvi Másson héraðsskjalavörður.

Dorothee mun kynna Menningarráð Suðurlands, hlutverk þess í sunnlenskri menningu, starf menningarfulltrúa og verkefna- og stofnstyrki sem hægt er að sækja um hjá Menningarráði (http://sunnanmenning.is).

Þorsteinn Tryggvi kynnir ljósmyndavef Héraðsskjalasafns Árnesinga (http://myndasetur.is), sýnir myndir úr ljósmyndasafninu og þar á meðal myndir úr Uppsveitum.

Aðalfundur Upplits verður svo í beinu framhaldi.

Léttar kaffiveitingar verða í boði Upplits.

Þorsteinn Tryggvi Másson héraðsskjalavörður.Skráð af Menningar-Staður