F.v.: Þórunn Erlu- og Valdimarsdóttir, Lani Yamamoto og Arna Harðardóttir, sem veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd móður sinnar, Guðnýjar Hallgrímsdóttur. Þær voru að vonum allar sigursælar við afhendinguna.
Þórunn Erlu- og Valdimarsdóttir, Guðný Hallgrímsdóttir og Lani Yamamoto hlutu Fjöruverðlaunin 2014, bókmenntaverðlaun kvenna, sem afhent voru í áttunda sinn við hátíðlega athöfn í Iðnó í gær.
Þórunn hlaut verðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir skáldsöguna Stúlku með maga - skáldættarsögu sem JPV gaf út. Guðný hlaut verðlaunin í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis fyrir Söguna af Guðrúnu Ketilsdóttur. Einsögurannsókn á ævi 18. aldar vinnukonu sem Háskólaútgáfan gaf út. Lani hlaut verðlaunin í flokki barna- og unglingabóka fyrir Stínu stórusæng sem Crymogea gaf út.
Morgunblaðið mánudagurinn 24. febrúar 2014
Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir og Guðni Ágústsson í Húsinu á Eyrarbakka fyrir síðustu jól.
Skráð af Menningar-Staður
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is