Heiða Kristín Helgadóttir
Líkur á framboði Bjartrar framtíðar í Árborg
„Það eru talsvert góðar líkur á þvi´,“ segir Heiða Kristín Helgadóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, aðspurð um framboð flokksins í sveitarstjórnarkosningum í Árborg hinn 31. maí 2014.
Flokkurinn hélt kynningarfund á Selfossi fyrir skömmu þar sem ákveðið var að stofna formlegt félag og mynda hóp sem vinna mun að undirbúningi framboðs.
„Við hyggjumst hittast aftur í byrjun mars í þeim tilgangi að halda áfram með málið,“ segir hún. Heiða Kristín segir að í framhaldinu verði leitað eftir áhugasömum einstaklingum til að bjóða sig fram undir merkjum flokksins. Engin nöfn hafa verið nefnd í því sambandi ennþá.
Af www.sunnlenska.is
Skráð af Menningar-Staður
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is