Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

25.02.2014 07:06

Samtök um söguferðaþjónustu - félagsfundur og málþing 28. feb. - 1. mars 214

Samtök um söguferðaþjónustu - lógó

 

Samtök um söguferðaþjónustu - félagsfundur og málþing

10:00 28. febrúar 2014 - 14:00 1. mars 2014

Félagsfundurinn hefst kl. 10 í Víkingaheimum og stendur til hádegis. Eftir hádegisverð er farið í skoðunarferð í boði Reykjanesbæjar og máling hefst síðan kl. 16:00. Yfirskrift þess er: "Grunnur og efling söguferðaþjónustu á Suðurnesjum". Málþingið stendur til kl. 17:50 og um kvöldið er kvöldverður og skemmtun. Daginn eftir, 1. mars, verður svo félagsfundi fram haldið kl. 9:00.

Sjá nánari dagskrá

Skráning og gisting

Skráning fer fram hjá Rögnvaldi Guðmundssyni formanni samtakanna á netfangið rognv@hi.is eða síma 693 2915. Taka þarf fram hvort ætlunin sé að þiggja tilboð á Hótel Keflavík (gistingu og/eða máltíðir).

Hótel Keflavík (www.kef.is) býður félagsmönnum eftirfarandi:

- Eins manns herbergi 10.800 kr á mann með morgunverði
- Tveggja manna herbergi 12.800 kr á mann með morgunverði (aukanótt með morgunverði á 8.800 kr fyrir eins manns og 10.800 fyrir tveggja mann herbergi)
- Tveggja rétta kvöldverður 28. feb. 4.800 kr
- Hádegisverður 1. mars 1.800 kr
Auk þess verður hádegisverður í Víkingaheimum 28. feb. á um 2.000 kr

Allur pakkinn því á um 19.000 kr á mann í eins manns herbergi og um 15.000 kr í tveggja manna herbergi.

Af www.ferdamalastofa.is

.

 

Skráð af Menningar-Staður