Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

25.02.2014 18:14

Vinstri græn í Árborg undirbúa framboð

Þórdís Eygló Sigurðardóttir.

 

Vinstri græn í Árborg undirbúa framboð

 

Þessa dagana eru Vinstri græn í Árborg að vinna að framboðsmálum sínum fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Uppstillinganefnd, sem skipuð er Þorsteini  Ólafssyni, Margréti Magnúsdóttur og Hilmari Björgvinssyni, hefur auglýst eftir áhugasömu fólki til starfa og fólki til að skipa framboðslistann í vor. 

Frestur til að skila inn hugmyndum til uppstillinganefndar er til 5. mars og áætlað er að framboðslistinn verði tilbúinn í byrjun apríl.

 

Núverandi bæjarfulltrúi Vinstri grænna í Árborg er Þórdís Eygló Sigurðardóttir.

Af www.dfs.is

 

Skráð af Menningar-Staður