Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

27.02.2014 06:28

100 ára afmæli Ása fagnað í tvígang

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Ási í Bæ.

100 ára afmæli Ása fagnað í tvígang

 

„Eyjapeyinn“ Ási í Bæ hefði orðið 100 ára í dag, 27. febrúar, og af því tilefni verða haldin tvö söng- og vísnakvöld helguð lögum hans og textum, 27. og 28. febrúar, á Café Rosenberg við Klapparstíg í kvöld og annað kvöld í Alþýðuhúsinu í Vestmannaeyjum.
 
Hljómsveitin Ásabandið mun flytja öll þekktustu lög og ljóð Ása og er gert ráð fyrir að gestir syngi með og taki vel undir. Ásabandið skipa Árni Johnsen, Örvar Aðalsteinsson, Ingi Gunnar Jóhannsson og Georg Kulp.

 

Morgunblaðið fimmtudagurinn 27. febrúar 2014

 

Skráð af Menningar-Staður