Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

28.02.2014 19:11

Söfn fá viðurkenningu

Byggðasafn Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka.

 

Söfn fá viðurkenningu

 

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur í fyrsta skipti að tillögu safnaráðs veitt 39 menningarminja-, náttúru- og listasöfnum viðurkenningu samkvæmt nýjum safnalögum.

Markmiðið með viðurkenningu safna er að taka af öll tvímæli um stöðu þeirra, skyldur og samfélagslega ábyrgð.

Meðal skilyrða fyrir viðurkenningu er að eigandi safnsins tryggi safninu fjárhagsgrundvöll fyrir eðlilega starfsemi, að safnið starfi eftir stofnskrá, skrái safnkost sinn í gagnagrunn sem uppfyllir skilmála safnaráðs og standist öryggiskröfur ráðsins. Sömuleiðis eru gerðar kröfur um menntun eða hæfni forstöðumanns, að safnið sinni faglegu starfi og taki á móti skólanemum án endurgjalds.

Þessi söfn hlutu viðurkenningu: byggðasöfn Árnesinga, Borgarfjarðar, Hafnarfjarðar, Húnvetninga og Strandamanna, Reykjanesbæjar, Skagfirðinga, Snæfellinga og Hnappdæla;

byggðasöfnin Görðum, Hvoll og í Skógum; Flugsafn Íslands, Gljúfrasteinn – hús skáldsins; Grasagarður Reykjavíkur; Hafnarborg; Heimilisiðnaðarsafnið; Hönnunarsafn Íslands, Landbúnaðarsafn Íslands;

listasöfn ASÍ, Árnesinga, Kópavogs-Gerðarsafn, Reykjanesbæjar, og Reykjavíkur; Ljósmyndasafn Reykjavíkur, menningarmiðstöðvar Hornafjarðar og Þingeyinga;

minjasöfn Austurlands, Egils Ólafssonar, Reykjavíkur og á Akureyri; Náttúrufræðistofa Kópavogs; Nýlistasafnið; Sagnheimar; Síldarminjasafn Íslands; Sæheimar; Tónlistarsafn Íslands; Tækniminjasafn Austurlands og Víkin.

 

Morgunblaðið föstudagurinn 28. febrúar 2014.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður