Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

01.03.2014 12:47

Af draumförum Kristjáns Runólfssonar

Skagfirðingurinn og Eyrbekkingurinn Kristján Runólfsson í Hveragerði.Af draumförum Kristjáns Runólfssonar

 

Ég hafði draumfarir allsnarpar í nótt.

Þótti mér Guðni Ágústsson sigla á víkingaskipi búinn alvæpni með óræðan svip og ábúðarfullan. 

Þótti mér hann krjúpa í stafni og vóg hann á báðar hendur allt það er á vegi hans varð. Skipið var velbúið með fagurlituð segl, og marglitir skildir voru í röðum á bæði borð.
Aftan við Guðna stóðu 4 kýr vel pattaralegar og mjaltakonur sátu við hverja þeirra á hrosshausum og mjólkuðu þær. Aftan við þær voru svo 2 konur er strokkuðu smjör í ákafa, þar aftan við sat grúi manna undir vopnum en höfðust lítt að, en sátu með hendur í skauti. Til þeirra skrafaði Guðni á gullaldarmáli annað slagið og reyndi að eggja þá til verka, en n lítt dugði.


Guðni Ágústs oft mun duga,
en ætlaði mig hreint að buga.
Ekki er gott ef ærifluga,
yfirtekur sál og huga.

Ljótan draum fyrir litlu efni,
lifði í nótt, er kraup í stefni,
frægur Guðni, fleira ei nefni,
en feginn hrökk ég upp af svefni.


Kristján Runólfsson

 Skráð af Menningar-Staður