Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

02.03.2014 06:06

Áttu forngrip í fórum þínum?

Þjóðminjasafnið við Suðurgötu í Reykjavík.

 

Áttu forngrip í fórum þínum? 

 

Í dag - sunnudaginn 2. mars  kl. 14-16 -   er almenningi boðið að koma með eigin gripi í greiningu til sérfræðinga Þjóðminjasafnsins. Vinsamlegast takið númer í afgreiðslusafnsins en aðeins 40 gestir komast að og fólk beðið að hafa einungis 1-2 gripi til greiningar.


Hinir svokölluðu greiningardagar safnsins hafa verið mjög vel sóttir og margt fróðlegt komið í ljós. Greiningar á gripum í einkaeign eru ekki aðeins fróðlegir fyrir eigendur gripanna heldur gefst sérfræðingum safnsins einnig einstakt tækifæri til að sjá þá mörgu áhugaverðu og skemmtilegu gripi sem til eru á heimilum landsmanna. Eigendur taka að sjálfsögðu gripina með sér aftur að greiningu og myndatöku lokinni en greiningin snýst um  aldur, efni og uppruna gripanna en ekki verðgildi þeirra.

 
Skráð af Menningar-Staður