Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

03.03.2014 20:37

Auglýsing um framboð til kirkjuþings

 

Auglýsing um framboð til kirkjuþings

 

Á grundvelli 6. gr. starfsreglna um kjör til kirkjuþings, nr. 301/2013 auglýsir kjörstjórn eftir framboðum til kirkjuþings.

Á kirkjuþingi eiga sæti 29 þjóðkirkjumenn kjörnir til fjögurra ára í senn. Eru 12 þeirra úr hópi vígðra manna, þ.e. presta og djákna og 17 leikmenn. Leikmaður telst sá sem ekki hefur tekið vígslu til prests eða djákna. ?


Kjörgengi:

- Þjónandi prestar og djáknar eru kjörgengir innan þess kjördæmis þar sem aðal starfsstöð þeirra er. Kjörgengi þeirra miðast við 1. apríl 2014.
Leikmenn skulu uppfylla skilyrði til að taka sæti í sóknarnefnd í kjördæmi sínu. Þau skilyrði eru að hafa hlotið skírn og vera skráður í þjóðkirkjuna 1. apríl 2014 og eiga lögheimili í viðkomandi sókn 1. desember 2013.

Framboð til kirkjuþings: - Þeir sem hyggjast bjóða sig fram til kirkjuþings skulu hafa tilkynnt kjörstjórn framboð sitt skriflega eigi síðar en 1. apríl 2014. Framboð skal senda til biskupsstofu, Laugavegi 31, 150 Reykjavík.

Ef ekki berast nægilega mörg framboð, þ.e. jafn mörg og aðal- og varamenn eru í viðkomandi kjördeild, óskar kjörstjórn eftir því að prófastar úr viðkomandi kjördæmi tilnefni sameiginlega þá frambjóðendur sem á vantar. Skal sú tilnefning hafa borist kjörstjórn eigi síðar en 15. apríl 2014.

Kosningarnar verða rafrænar og hefjast eigi síðar en 1. maí 2014. Verða þær auglýstar sérstaklega síðar.

Fyrir hönd kjörstjórnar

Hjördís Stefánsdóttir, formaður

Hveragerðiskirkja.

Í Selfosskirkju

Í Eyrarbakkakirkju.

 

Skráð af Menningar-Staður