Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

03.03.2014 06:30

Frá kvöldmessu í Selfosskirkju 2. mars 2014


Selfosskirkja.

 

 Frá kvöldmessu í Selfosskirkju 2. mars 2014

 

Kvöldmessa var í Selfosskirkju í gærkveldi  -sunnudaginn 2. mars 2014-

 Hinn góðglaði sönghópur Veirurnar fluttu  sálma og dægurlög af ýmsu tagi en Veirurnar fagna 25 ára söngafmæli á þessu ári og ráðgera 25 tónleika á árinu í tilefni afmælisins. Stjórnandi Sönghópsins Veiranna er Margrét S. Stefánsdóttir.


Prestar voru séra Ninna Sif Svavarsdóttir og séra Óskar Hafsteinn Óskarsson.

Kirkjuráð Hrútavinafélagsins Örvars var í Selfosskirkju í gærkveldi en í ráðinu eru:
Hannes Sigurðsson
Björn Ingi Bjarnason,

Þórður Grétar Árnason  og

Kristján Runólfsson.

 

Kristján Runólfsson rifjaði upp sálm sem hann orti fyrir nokkrum árum:

Uppsprettu ljóssins nú leita þú skalt,

og lifa að meistarans vilja,

mildi hans kemur þá mörgþúsundfalt,

til manna sem boðorðin skilja.

Þegar í austrinu ársólin rís,

ætíð þess skulum við minnast,

að höfundur lífsins er hollur og vís,

honum því vert er að kynnast.Menningar-Staður færði kvöldmessuna til myndar.
Myndalabúm er komið hér á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/


Nokkrar myndir hér:

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður