Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

05.03.2014 12:42

Vitringarnir á nýjum stað að Stað


Siggeir Ingólfsson - Geiri á Bakkanum- í dyrum að forsalnum á Stað.

 

Vitringarnir á nýjum stað að Stað

Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari í félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka, hefur opnað forsalinn á Stað til reglubundinna morgunfunda hjá Vitringunum. 

Þeir  hittust áður á hverjum morgni í Vesturbúðinni á Eyrarbakka en hún lokaði að kvöldi mánudagsins 3. mars 2014.

Líflegar umræður voru í morgun þegar Menningar-Staður færði til myndar. Umræðurnar voru svo heitar að Siggeir, staðarhaldari, gerði slökkvitækið klárt.  Þá var verið að ræða styrkveitingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra að undanförnu. Forseti Hrútavinafélagsins var sá eini sem kom forsætisráðherranum til varnar og gaf forsetinn sig hvergi og var stál í stál hjá Vitringunum.

Mikil einig var um önnur mál og verslunarmál á Eyrarbakka voru rædd í þaula.

Myndaalbúm  er komið hér á Menningar-Stað
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/258307/

 

Nokkrar myndir hér:

 

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður