Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

06.03.2014 06:19

6. mars 1905 - Coot fyrsti togari Íslendinga

Coot

Coot.

6. mars 1905 - Coot fyrsti togari Íslendinga

Botnvörpugufuskipið Coot, fyrsti togari í eigu Íslendinga, kom til Hafnarfjarðar. Skipið gekk „10 mílur á vöku, með 48 hesta afli,“ sagði í Ísafold. Aflann átti að leggja upp „til sölu í soðið eða til verkunar“. Coot strandaði í desember 1908.


Morgunblaðið fimmtudagurinn 6. mars 2014 - dagar Íslands - Jónas Ragnarsson

 

Ketillinn

Gufuketillinn úr Coot er við höfnina í Hafnarfirði.

Skráð af Menningar-Staður