Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

06.03.2014 17:00

Kommúnistadeild stofnuð á Eyrarbakka, Sjálfstæðismenn í "krossferð"

Partur af Eyrarbakka

Eyrarbakki fyrir allnokkru.

 

Kommúnistadeild stofnuð á Eyrarbakka,

Sjálfstæðismenn í "krossferð"

 

Deild innan kommúnistaflokksins var stofnuð fyrir Eyrarbakka, Stokkseyri og nágrannasveitir fyrir forgöngu sr. Gunnars Benediktssonar er þá var nýlega fluttur á Bakkann og gengu þegar inn 20 manns. 

Stjórnmálafundur haldinn á Stokkseyri átaldi ríkisstjórnarflokkanna fyrir að svíkja kosningaloforð með því að hækka tolla á nauðsynjavörum. [Þá var landsstjórnin í höndum Hermanns Jónssonar, Framsóknarflokki ásamt Alþýðuflokki] Þá vildu Stokkseyringar að öll alþýða sameinaðist gegn fasistahættunni. Samskonar fundur á Eyrarbakka vildi að kaupgjald í vegavinnu yrði hækkað í 1 krónu og að fangavinna yrði stöðvuð, en það samþykktu einnig Stokkseyringar.

Þá vildu menn m.a. að ofurlaun opinberra starfsmanna yrðu lækkuð og að lúxusskatti yrði komið á.

Ungir jafnaðarmenn úr Reykjavík héldu fund á Stokkseyri, en áttu síðan skamma viðdvöl á Eyrarbakka.

Vörður, félag sjálfstæðismanna hélt fund í báðum þorpum. Voru sjálfstæðismenn þar að hefja krossferð gegn samfylkingu vinstrimanna. Það bar við á fundinum að hópur ungmenna ataðist við fundarhúsið á Eyrarbakka og viðhöfðu "skrílslæti" sem heimamenn voru þó ekki óvanir. Höfðu Varðarmenn það fyrir satt, að þessi ungmenni kæmu frá uppeldisstöðvum rauðliðanna á Eyrarbakka og væri það til marks um yfirgang og ofsa "Bolsanna". "Krossferð" Varðarfélaganna hleypti illu blóði í verkamennina á Stokkseyri, sem sökuðu nú sjálfstæðismenn um að reyna að ná yfirtökum á félagi þeirra "Bjarma", enda höfðu nokkrir atvinnurekendur sótt það fast að ganga í félagið.

 

Óðinn K. Andersen skrifar á sinni frábæru heimasíðu: - Sú var tíðin 1936-   

Sjáhttp://brim.123.is/blog/

 

Skráð af Menningar-Staður