Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

09.03.2014 20:07

Kasparov fór að leiði Fischers

Garry Kasparov við leiði Bobby Fischer í Laugardælakirkjugarði. mbl.is/Ómar

 

Kasparov fór að leiði Fischers

 

Garry Kasparov, fyrrverandi heimsmeistari í skák, fór í dag að leiði Bobbys Fischers í Laugardælakirkjugarði. Þá ritaði hann einnig í minningabók um Fischer í kirkjunni. Í dag er 71 ár frá fæðingu Fischer en hann lést 17. janúar 2008.

Kasparov kom hingað til lands í dag og verður fram á þriðjudag. Hann hóf heimsóknina á því að heimsækja N1-Reykjavíkurmótið sem fer fram í Hörpu. Annað kvöld mun hann svo snæða kvöldverð með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra.

Garry Kasparov ritar í minningabók um Fischer. mbl.is/Ómar

Af www.mbl.is

 

Skráð af Menningar-Staður