Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

10.03.2014 17:30

500 manns heimsóttu Litla-Hraun

Litla-Hraun eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar frá Eyrarbakka.

 

500 manns heimsóttu Litla-Hraun

 

Á Litla-Hrauni var verið að setja upp fangelsi í því húsi er fyrr átti að verða sjúkrahús Sunnlendinga og var fangelsið vígt þann 26. febrúar.

Fyrstu starfsmenn þess voru Sigurður Heiðdal forstjóri, en hann var áður skólastjóri b.s. á Stokkseyri, Zóphanías Jónsson, matráður og Jónas Jónsteinsson fangavörður og kennari á Stokkseyri, síðar skólastjóri þar. Netagerð og jarðrækt áttu fangar að ástunda, enda hét þetta "Vinnuhæli" þó oftar væri kallað "Letigarður".

Fyrstu fangarnir voru tveir Danir og einn Íslendingur.

Bygging þessi var löngum pólitíkst þrætuepli, öndvert hvort heldur sem af yrði fangelsi eða sjúkrahús.

"Heiðdalshús" var byggt þá um sumarið undir forstjórann og störfuðu við það fangarnir sem þá voru orðnir 13 talsins. Skemma var einnig bygð þetta ár. Vörubíl átti fangelsið til aðdrátta.

Fangelsið var til sýnis á sunnudögum og heimsóttu það 500 manns.

 

Óðinn K. Andersen skrifar á sinni frábæru heimasíðu - Sú var tíðin 1929-
Sjá: 
 www.brim.123.is

Skráð af Menningar-Staður