Litla-Hraun.
Laus störf á Litla-Hrauni og Sogni
Fangavörður - sumarafleysingar
Markmið Fangelsismálastofnunar við rekstur fangelsa eru þessi helst:
- Að afplánunin fari fram með öruggum hætti þannig að réttaröryggi almennings sé tryggt
- Að draga úr líkum á endurkomu fanga í fangelsi.
- Að föngum sé tryggð örugg og vel skipulögð afplánun, að mannleg og virðingarverð samskipti séu höfð í fyrirrúmi og að fyrir hendi séu aðstæður og umhverfi sem hvetja fanga til að takast á við vandamál sín
Starf fangavarðar felst m.a. í umsjón ákveðinna verkefna og veita leiðbeiningar til skjólstæðinga.
Um skilyrði þess að vera ráðinn fangavörður fer skv. ákvæðum reglugerðar nr. 304/2000.
Leitað er eftir starfsmönnum sem:
- Eru hugmyndaríkir og vilja vinna að breyttu og betra fangelsisumhverfi
- Hafa gott viðmót og samskiptahæfileika
- Hafa áhuga á að vinna með mjög breytilegum einstaklingum
- Eru þolinmóðir, agaðir og eiga auðvelt með að fylgja vinnureglum
- Geta brugðist skjótt við breytilegum aðstæðum
Annað
- Gott vald á íslensku talaðri sem ritaðri
- Enskukunnátta æskileg
- Tölvufærni
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.
Konur jafnt sem karlar eru hvattar til þess að sækja um.
Sækja skal um starfið merkt "...embætti fangavarða til sumarafleysinga...." á heimasíðu fangelsismálastofnunar www.fangelsi.is fyrir fyrir 21. mars nk.
Stofnunin áskilur sér rétt til þess að óska eftir sakavottorði.
Umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Ath. Þeir sem nú þegar hafa fyllt út umsókn "Viltu vera á ská" á heimasíðu fangelsismálastofnunar þurfa ekki að fylla út nýja umsókn.
Starfshlutfall er 100 %
Umsóknarfrestur er til og með 20.03.2014
Sigurbjörg Bjarney Ólafsdóttir- sigurbjorg@fangelsi.is - S: 480 9000
Sigurður Steindórsson- sigurdurst@fangelsi.is - S: 480 9000
FMS Litla-Hraun yfirstjórn
v/Hraunteig
820 Eyrarbakki
Skráð af Menningar-Staður
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is