Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

10.03.2014 15:57

Opinn fundur um löggæslumál 12. mars 2014

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ólafur Helgi Kjartansson og Siggeir Ingólfsson í Vesturbúðinni á Eyrarbakka fyrir nokkru.

 

Opinn fundur um löggæslumál 12. mars 2014

 

Sveitarfélagið Árborg stendur fyrir fundi um löggæslumál á Hótel Selfossi miðvikudaginn 12. mars n.k. kl. 20. Fjallað verður um stöðu löggæslumála og forvarnir, m.a. störf Forvarnahóps Árborgar.  

 

Erindi flytja:


Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri,
Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn,
Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi og Gunnar Sigurbjörnsson, tómstunda- og forvarnafulltrúi.
 

 

Fundarstjóri Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar.

 

Íbúar eru hvattir til að fjölmenna. 

Sveitarfélagið Árborg

 

Ólafur Helgi Kjartansson og Margrét Frímannsdóttir fyrir framan Menningarverstöðina Hólmaröst á Stokkseyri fyrir nokkrum árum.


Skráð af Menningar-Staður