Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

10.03.2014 21:47

Sveitarstjórnarkosningar verða 31. maí 2014

F.v.: Rúnar Eiríksson og Elías Ívarsson eru djúpvitrir í pólitík svæðisins.

 

Sveitarstjórnarkosningar verða 31. maí 2014

 

Almennar sveitarstjórnarkosningar fara fram síðasta laugardag í maímánuði sem ekki ber upp á laugardag fyrir hvítasunnu.

Af þessu leiðir að næstu sveitarstjórnarkosningar verða haldnar laugardaginn 31. maí 2014.

Vitringarnir í Vesturbúðinni á Eyrarbakka hafa haldið vakandi kosningaumræðu allt kjörtímabilið og eru því klárir í vangaveltur og annað sem fylgir kosningum. Þó Vesturbúðin sé lokið nú um stundir þá finnur pólitíkin sér vettvang og farveg eins og vatnið sem finnur ætíð heppilegustu leið til sjávar. 

Vitringarnir eru ein deilda   Hrútavina-SAMBANDSINS  en Hrútavinir eru Guðfeður hins hreina meirihluta D-lista í Sveitarfélaginu Árborg þetta kjörtímabil en hvað verður á því næsta?

 

Nú beinast augu margra að prófkjöri Sjálfstæðismanna sem fram fer laugardaginn 22. mars 2014.


Skráð af Menningar-Staður