Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

10.03.2014 09:32

Vor í Árborg - undirbúningur í fullum gangi

Margir tengja nafn Elfars Guðna beint við menningarhátíðina “Vor í Árborg” því á fyrstu setningarhátíðinni sem var í Menningarsalnum í Hólmarastarhúsinu á Stokkseyri vorið 2003 var hann útnefndur fyrsti bæjarlistamaður Árborgar fyrir framan listaverkið “Brennið þið vitar” þar sem menningarrisarnir tveir á Stokkseyri, þeir Páll Ísólfsson og Elfar Guðni Þórðarson, renna saman í litum og tónum. Á myndinni eru Inga Lára Baldvinsdóttir á Eyrarbakka sem þá var formaður Lista- og menningarnefndar Árborgar og Elfar Guðni Þórðarson listamaður á Stokkseyri.

 

Vor í Árborg – undirbúningur í fullum gangi

 

Bæjar- og menningarhátíðin Vor í Árborg verður haldin dagana 24. – 27. apríl 2014 í Sveitarfélaginu Árborg.

Fjölbreyttir viðburðir verða í boði um allt sveitarfélagið og fjölskylduleikurinn Gaman Saman verður á sínum stað. Setja á upp stóra viðburði í öllum byggðarkjörnum hver með sínum sérkennum auk þess sem sérstök hátíðarhöld verða í kringum sumardaginn fyrsta á fimmtudeginum 24.apríl. Skátafélagið Fossbúar sem einnig fagnar stórafmæli á árinu sjá um hátíðarhöldin tengd sumardeginum fyrsta.

Áhugasamir sem vilja taka þátt í Vori í Árborg eða vera með dagskrárlið geta haft samband við Braga Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúa í síma 480-1900 eða í tölvupósti á bragi@arborg.is.

Fjölskylduleikurinn Gaman Saman er stimpilleikur en gefið er út sérstakt vegabréf með dagskrá hátíðarinnar sem stimplað er í eftir þátttöku í ákveðnum viðburðum. Síðan er hægt að skila inn vegabréfinu og eiga möguleika á veglegum vinningum.  

Af: www.arborg.is

vor_i_arborg_ferkantad

 

Skráð af menningar-Staður