Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

14.03.2014 06:52

Menningarveisla í Grindavík í viku

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Meðal þátttakenda í menningarviku Grindavíkur verða

Gunnar Þórðarson, Sossa Björnsdóttir, Birgit Kirke og Stanley Samuelsen.

 

Menningarveisla í Grindavík í viku

• Tjalda miklu til á 40 ára afmæli bæjarins

 

Menningarvika hefst í Grindavík í dag, í sjötta sinn, en dagskráin að þessu sinni er sérlega vönduð og fjölbreytt í tilefni 40 ára kaupstaðarafmælis Grindavíkur í ár.

Verður hápunktur menningarviku stórtónleikar í íþróttahúsinu laugardaginn 22. mars þar sem Fjallabræður og Jónas Sig flytja verk sín ásamt 80 manna Lúðrasveit Vestmannaeyja og Þorlákshafnar.

 

Formleg setning hátíðarinnar verður í Grindavíkurkirkju á morgun, laugardag, kl. 17:00 Eftir setninguna verður gestum boðið í safnaðarheimilið í fjölmenningarlegt veisluhlaðborð. Fyrr um daginn fara af stað ýmsar sýningar en um helgina verður jafnframt Safnahelgi á Suðurnesjum.

 

Meðal fjölmargra viðburða á morgun er opnun málverkasýningar Sossu Björnsdóttur og Birgit Kirke í Veiðarfæragerðinni á Ægisgötu 3. Við opnunina munu tónlistarmennirnir Gunnar Þórðarson og Stanley Samuelsen frá Færeyjum, líkt og Kirke, leika íslenska og færeyska tónlist. Viðburðurinn er liður í samstarfi listamannanna sem hófst í Þórshöfn í Færeyjum vorið 2013 og síðar á Ljósanótt í Reykjanesbæ sama ár. Gunnar og Samuelsen verða einnig meðal flytjenda á setningarhátíð menningarviku í Grindavíkurkirkju á morgun.

 

Menningarvikan heldur síðan áfram með daglegum viðburðum; fleiri myndlistarsýningum, leiksýningum, ljósmyndasýningum, tónleikum og ýmsu fleiru.

Nánari upplýsingar eru á vefnum www.grindavik.is

 

Stórtónleikar Jónasar Sig, Fjallabræðra og Lúðrasveita Vestm. og Þorláksh. í íþróttahúsinu

 

Skráð af Menningar-Staður