Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

15.03.2014 15:28

Lenti í sjálfheldu undir bryggjunni á Eyrarbakka

Eyrarbakki. Ljósm.: Mats Wibe Lund.

 

Lenti í sjálfheldu undir bryggjunni á Eyrarbakka

 

Björgunarsveitin Björg á Eyrarbakka var kölluð út nú um hádegisbil til aðstoðar manni sem var í sjálfheldu undir bryggjunni á Eyrarbakka. Hafði hann verið á göngu með hund sinn sem stökk undir bryggjuna og lenti í sjónum.

Maðurinn fór á eftir hundinum, náði að bjarga honum úr sjónum en komst svo hvorki lönd né strönd.

Björgunarsveitin var snögg á staðinn enda kölluð út á fyrsta forgangi þar sem talin var hætta á ferðum og hafði náð manninum og hundinum nokkrum mínútum eftir að kallið barst.

Ekkert amaði að manninum en hundurinn var mjög kaldur.

 

Af www.sunnlenska.is

 

 

Skráð af Menningar-Staður