Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

17.03.2014 06:03

Sumarstörf 2014 hjá Sveitarfélaginu Árborg


Nokkrir sumarstarfsmenn Árborgar fyrir fáum árum. 

 

 Sumarstörf hjá 2014 Sveitarfélaginu Árborg 2014

                                                                           

Eftirfarandi sumarstörf eru laus til umsóknar hjá Sveitarfélaginu Árborg:
Hægt er að sækja um öll störfin frá og með fim. 13.mars 2014 á heimasíðu Árborgar www.arborg.is undir Mín Árborg. Síðan er farið í umsóknir um sumarstörf eftir að viðkomandi hefur skráð sig inn sjálfur (18 ára og eldri). Umsækjendur sem eru yngri en 18 ára þurfa að sækja um í gegnum aðgang foreldra.  Umsóknarfrestur er til og með fös. 4.apríl nk.

Störf hjá vinnuskólanum

Undir hverju starfi eru verk-, ábyrgðar- og hæfniskröfur.

Verkstjóri vinnuskólans

 • Yfirumsjón með flokkstjórum og vinnuhópum vinnuskólans ásamt vinnuskólastjóra
 • Almenn garðyrkjustörf,  umhirðu á opnum svæðum o.fl. tengt vinnuskólanum
 • Frumkvæði og góð mannleg samskipti
 • Bílpróf skilyrði
 • Krafist er stundvísi, ástundunar og dugnaðar.
 • Lágmarksaldur 22 ára.

Flokkstjórar vinnuskólans

 • Umsjón með vinnuhóp vinnuskólans
 • Almenn garðyrkjustörf,  umhirðu á opnum svæðum o.fl. tengt vinnuskólanum
 • Frumkvæði og góð mannleg samskipti
 • Krafist er stundvísi, ástundunar og dugnaðar.
 • Lágmarksaldur 20 ára

Sumarstörf fyrir ungmenni með fötlun

 • Almenn sumarstörf
 • Sértæk verkefni
 • Lágmarskaldur 17 ára

Nánari upplýsingar veitir Gunnar Eysteinn Sigurbjörnsson, gunnars@arborg.is og Þórhildur Edda Sigurðardóttir,thorhildur@arborg.is eða í síma 480-1900.

________________________________________________________________________________

Störf hjá Umhverfisdeildinni

Undir hverju starfi eru verk-, ábyrgðar- og hæfniskröfur.

Sumarstarfsfólk í garðslætt.

 • Vinna við við almenn garðyrkjustörf, garðslátt og hirðingu á opnum svæðum.
 • Krafist er stundvísi, ástundunar og dugnaðar.
 • Frumkvæði og góð mannleg samskipti.
 • Bílpróf skilyrði og vinnuvélaréttindi kostur.
 • Lágmarksaldur 18 ára.

Sumarstarfsfólk í almenna garðyrkju.

 • Vinna við almenn garðyrkjustörf, gróðursetningu, beðahreinsun og umhirðu á opnum svæðum.
 • Krafist er stundvísi, ástundunar og dugnaðar.
 • Frumkvæði og góð mannleg samskipti.
 • Bílpróf æskilegt og lágmarksaldur 18 ára.

Nánari upplýsingar veitir Marta María Jónsdóttir í 4801900 eða marta@arborg.is.

Af www.arborg.is

 

Skráð af Menningar-Staður