Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

20.03.2014 17:20

Ný heimasíða - sudurland.is

Kristín Bára Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri upplýsingagáttar Suðurlands, sem heldur utan um nýju síðu SASS.

 

Ný heimasíða – sudurland.is

 

Nú í vikunni fer ný glæsileg heimasíða í loftið á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga með léninu www.sudurland.is

Síðan er hugsuð fyrir okkur heimafólkið á Suðurlandi, þar sem við getum nálgast víðtækar upplýsingar um landshlutann okkar og að sjálfsögðu er hún líka fyrir aðra landsmenn. Þannig verður hún sameiginlegt andlit landshlutans út á við og inn á við.

Með upplýsingasíðunni á að vera auðveldara fyrir notandann að finna hvaða afþreying og viðburðir eru í boði á Suðurlandi, hvar eru bókasöfn, sundlaugar, önnur söfn, hvar er hægt að borða og gista? Einnig er að finna upplýsingar um styrki og ráðgjöf sem er í boði í  fyrir atvinnu- og menningarlíf á Suðurlandi.

Verkefnið er hluti af Sóknaráætlun Suðurlands sem m.a. felst í því að markaðssetja Suðurland sem góðan kost í staðsetningu fyrirtækja og stofnana, og kynna fólki  Suðurland sem góðan búsetukost jafnframt því  að koma á framfæri öflugu menningarlífi á á Suðurlandi bæði fyrir íbúa og gesti.

 

Af www.sass.is


Skráð af Menningar-Staður