Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

22.03.2014 06:51

Jónas Ingimundarson með tónleika í Selfosskirkju i dag - 22. mars 2014

Jónas Ingimundarson ásamt Ragnheiði Steindórsdóttur og Auði Gunnarsdóttur.

 

Jónas Ingimundarson með tónleika í Selfosskirkju 

í dag - 22. mars 2014

 

Jónas Ingimundarson heldur upp á hálfrar aldar afmæli sitt „Við slaghörpuna“ í Selfosskirkju í dag, laugardaginn 22. mars 2014 kl. 16.

Með honum verða sópransöngkonan Auður Gunnarsdóttir og Ragnheiður Steindórsdóttir leikkona sem flytur öll ljóðin, sem sungin eru, þau erlendu í þýðingum Reynis Axelssonar.

 

Tónleikar þessir verða með heimilislegu sniði þar sem Jónas kynnir allt sem flutt er á sinn sérstaka hátt, gjarnan með tóndæmum. Þetta form tónleika hefur gefist vel í gegnum árin. 

Auður Gunnarsdóttir er í hópi okkar bestu söngvara og á að baki starf um árabil í Þýskalandi. Hún er dótturdóttir Guðmundar Daníelssonar og því tengd Eyrarbakka og Selfossi með vissum hætti líkt og Jónas, sem dvaldi þar í bernsku en hann bjó einnig á Selfossi ásamt fjölskyldu sinni á árunum 1970-74 og var þá drifkraftur í tónlistarlífi staðarins. Hann á góðar minningar frá staðnum. Ragnheiður Steindórsdóttir á glæstan feril sem leikari í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, Sjónvarpi, Útvarpi og víðar.

 

 

Skráð af Menningar-Staður