Pjetur Hafstein Lárusson og Elín Gunnlaugsdóttir.
Menningarráð Hrútavina í Menningarkakói í Sunnlenska Bókakaffinu í dag
Nokkrir Hrútavinir komu saman í dag, mánudaginn 24. mars 2014, eins og þeirra er taktföst venja í Sunnlenska bókakaffinu við Austurveg á Selfossi til; menningarlegrar stefnumótunar, mannblöndunar og drekka menningarkakó.
Þetta voru Kristján Runólfsson í Hveragerði og frá Káragerði á Eyrarbakka, Jóhann Páll Helgason á Selfossi og frá Brennu II á Eyrarbakka og Björn Ingi Bjarnason að Ránargrund á Eyrarbakka.
Venja er á þessum fundum að taka á móti gestum í menningarspjlall og var svo einnig að þessu sinnu.
Gesturinn að þessu sinni var Pjetur Hafstein Lárusson, skáld í Hveragerði.
Meðal mála em rædd voru:
Kosning til Kirkjuþings
opnun Forystufjárseturs að Svalbarði í Þistilfirði
og nýr heimsmeistari Hafliðans.
Kristján Runólfsson orti:
Ekki var mál á tungu tregt,
talsvert um var hnotið,
Þar var margt og merkilegt,
til mergjar efni brotið.
Málefnin eru stöðugt stór,
en stundum tal í hringi,
allir ræddu um í kór,
annir á kirkjuþingi.
Menningar-Staður færði til myndar.
Nokkrar myndir hér:
.
.
.
.
.
.
.
Skráð af Menningar-Staður
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is