Orgelsmiðjan á Stokkseyri opnar fræðslusýningu
Orgelsmiðjan í Hólmarastarhúsinu á Stokkseyri opnar fræðslusýningu og tónleikahald á leyndardómum Suðurlands en formlega opnun verður föstudaginn 28. mars 2014 kl. 16:00 fyrir boðsgesti. Jónas Ingimundarson píanóleikari opnar sýninguna. Tónlist: GG og Ingibjörg frá Hvolsvelli.
Opnunartíminn verðu annars þessi:
Laugardagur og sunnudagur 29. og 30. mars opið hús, opið kl. 11:00-17:00, allir velkomnir, ókeypis aðgangur
Mánudagur 31.3. – föstudags 4. apríl, opið kl. 9:00-18:00, aðgangseyrir 750 kr.
Laugardagur 5. apríl, opið kl. 11:00-17:00, aðgangseyrir 750 kr.
Laugardagur 5. apríl, tónleikar kl. 16:00, hljómsveitin Var leikur (frjáls framlög).
Á Leyndardómunum býður Orgelsmiðjan gestum og gangandi að fræðast um allt sem viðkemur orgelsmíði, orgeltónlist og sögu tónlistar á suðurströndinni.
Hefurðu velt fyrir þér hve margar pípur eru í pípuorgel? Hvað tekur langan tíma að smíða eitt orgel? Hvað þýðir orðið vindhlaða og hver er munurinn á orgeli og harmóníum?
Í Orgelsmiðjunni færðu svör við þessu öllu og meira til.
Fræðslusýningin er á þremur tungumálum og hægt er að fylgjast með orgelsmiðum að störfum.
Væntanlega verða haldnir nokkrir tónleikar í orgelsmiðjunni yfir árið.
.
.
Skráð af Menningar-Staður
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is