Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

28.03.2014 14:21

Raggi Bjarna sameinar kynslóðirnar

F.v.: Jón Ólafsson, Ragnar Bjarnason og Valgeir Guðjónsson sem nú býr á Eyrarbakka.
Ljósm.: DV - Sigtryggur Ari.

 

Raggi Bjarna sameinar kynslóðirnar

Raggi Bjarna, Valgeir Guðjóns og Jón Ólafs spila saman í fyrsta sinn

 

Hann gerði tvö lög á plötunni minni Falleg hugsun og síðan hef ég ekki talað við hann því það var konan hans sem réð mig,“ segir Raggi Bjarna, hlæjandi, aðspurður hvernig samstarf hans við Valgeir Guðjónsson kom til.

 

DV hitti þá Ragga, Valgeir Guðjónsson og Jón Ólafsson í litlum bílskúr í Vesturbænum þar sem sem sá síðastnefndi hefur komið sér upp stúdíói. Það er hljómsveitaræfing og tilefnið er tónleikar sem tríóið ætlar að halda í Kirkjunni á Eyrarbakka um helgina, en tónleikarnir eru hluti af menningarhátíðinni Leyndardómar Suðurlands.

 

En hver var kveikjan að samstarfi þeirra þremenninga? „Við Ásta vorum að flytja okkur um set austur á Eyrarbakka til þess að standa þar fyrir menningarstarfi fyrir ferðamenn. Svo er brostið á með þessari vikulöngu listahátíð á Suðurlandi sem heitir Leyndardómar Suðurlands. Og ég hugsaði með mér: hvernig er hægt að koma og opna svona sinn „reikning“ þarna fyrir austan. Svo hittir Ásta Ragnar Bjarnason nokkurn úti í búð og hún sá bara að þetta var gráupplagt,“ svarar Valgeir og á þar við Ástu Kristrúnu Ragnarsdóttur, eiginkonu sína, en þau hjónin hafa flutt og standa nú fyrir öflugri menningarstarfsemi á Eyrarabakka. „Vegna þess að það er enginn sem sameinar kynslóðir þessa lands betur en Ragnar Bjarnason“ segir Valgeir og hlær.

 

Tónleikarnir fara fram í Eyrabakkakirkju um helgina og hægt er að nálgast miða á midi.is og nánari upplýsingar um miðasölu má finna á vefsíðunni   www.bakkastofa.is

 

DV greinir frá föstudaginn 28. mars 2014

 

 

Skráð af Menningar-Staður