Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

29.03.2014 06:17

Orgelsmiðja og fræðslusýning opnaði í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri 28. mars 2014

.

.

 

 

Orgelsmiðja og fræðslusýning opnaði  í

Menningarverstöðinni  Hólmaröst á Stokkseyri 28. mars 2014

 

Orgelsmiðja og fræðslusýning opnaði með viðhöfn  í Menningarverstöðinni  Hólmaröst á Stokkseyri  í gær, föstudaginn 28. mars 2014 á Leyndardómum Suðurlands af Björgvini Tómassyni, orgelsmiði og hans fólki.

Sýningin er um orgelsmíði og sögu tónlistar á suðurströndinni.

 

Jónas Ingimundarson, píanóleikari, var heiðursgestur og opnaði sýninguna formlega með undirleik og söng Gyðu Björgvinsdóttur,  dóttur Björgvins orgelsmiðs.

Þá fluttu Gyða og félagar hennar í Bakkasystrum á Hvolsvelli nokkur lög og Jörg Söndermann lék á orgel.
 

Fjölmenni, veitingar og frábær stemmning á opnumarhátíðinni.

Orgelsmiðja Björgvins Tómassonar opnaði formlega í Menningarverstöðinnu Hólmaröst á Stokkseyri þann 12. október 2005, á afmælisdegi Páls Ísólfssonar, og þá var skrifað undir samning um smíði orgels í Grindavíkurkirkju.

 

Menningar-Staður færði til myndar og er myndaalbúm með 50 myndum komið hér á Menningar-Stað.

Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/259220/

 

Nokkrar myndir hér:

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður