Raggi Bjarna í Eyrarbakkakirkju í gær.
Flottir tónleikar í Eyrarbakkakirkju
Flottir tónleikar með Ragga Bjarna, Jóni Ólafs og Valgeiri Guðjóns voru í Eyrarbakkakirkju í gær, laugardaginn 29. mars 2014, á Leyndardómum Suðurands.
Mikið fjör og góð stemmning. Ótrúlegt að Raggi Bjarna sé að verða 80 ára í haust og syngur eins og unglamb þó hann muni ekki alltaf eftir textanum :)
Tónleikar þeirra verði aftur í Eyrarbakkakirkju í dag, sunnudaginn 30. mars 2014, kl. 16:00
og líka um næstu helgi;
laugardaginn 5. apríl 2014 og sunnudaginn 6. apríl 2014
Þetta eru fyrstu tónleikarnir sem Menningarstofan stendur fyrir en að henni standa hjónin Valgeir Guðjónsson og Ásta Kristrún Ragnarsdóttir sem nýlega eru flutt á Eyrarbakka. Þau búa í Búðarhamri við Eyrargötu þar sem Menningarstofan verður með starfsemina og víðar á Eyrarbakka.
Nokkrar myndir hér sem Hagnús Hlynur Hreiðarsson tók í Eyrarbakkakirkju á tónleikunum í gær:
.
.
.
.
.
.
.
.
.
Skráð af Menningar-Staður
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is