Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

30.03.2014 05:46

Jónas og Diddú með tónleika í Þorlákshafnarkirkju í dag - 30. mars 2014

alt

Jónas og Diddú.

 

Jónas Ingimundarson og Diddú með tónleika í Þorlákshafnarkirkju 

í dag, sunnudaginn 30. mars 2014

 

Undanfarið hefur Jónas Ingimundarson píanóleikari efnt til tónleika í Salnum í Kópavogi í tilefni þess að fimmtíu ár eru liðin frá því hann hóf þátttöku í opinberu tónlistarlífi. Með Jónasi hafa komið fram nokkrir af bestu söngvurum landsins. Í lok mars ætlar Jónas að koma með tónleika í gamla bæinn sinn, Þorlákshöfn, og efna til stórtónleika á Tónum við hafið.  Söngkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir eða Diddú mætir með honum, en Diddú og Jónas hafa oft komið fram saman á undanförnum árum.  Tónleikar með þeim tveimur hafa jafnan vakið mikla hrifningu, enda hafa þau af miklu að miðla bæði tónlistarlega og sem persónur.

 

Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir Gluck, Scarlatti, Caldara, Pergolesi, Curtis, Mario, Verdi, Þórarinn Guðmundsson, Jón Ásgeirsson, Jakob Hallgrímsson, Sigvalda Kaldalóns, Gunnar Reyni Sveinsson, Rachmaninoff, Glinka, Tschaikowski og Alabieff.

 

Tónleikarnir verða í Þorlákskirkju í dag, sunnudaginn 30. mars kl. 16:00 og er miðaverð 2.000 krónur.

 Skráð af Menningar-Staður