Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

31.03.2014 06:19

Bókastrætó og upplestur úr óútgefnum skáldverkum

Sunnlenska bókakaffið við Austurveg á Selfossi.

 

Bókastrætó og upplestur úr óútgefnum skáldverkum

 

Í tilefni af átakinu Leyndardómar Suðurlands sem stendur yfir dagna 28. mars til 6. apríl verður ókeypis í strætó innan svæðisins og það sem meira er, í vögnunum verða ókeypis bækur sem gestir geta gluggað í á leiðinni og haft með sér. 

 

Fimmtudagskvöldið 3. apríl verður sérstök bókakynning í Bókakaffinu á Selfossi þar sem sunnlenskir rithöfundar lesa úr óútgefnum verkum sínum. Þar lesa Sunnlendingarnir Guðrún Eva Mínervudóttir, Oddný Eir Ævarsdóttir, Jón Hjartarson, Guðmundur Brynjólfsson, Pjetur Hafstein og Bjarni Harðarson úr óútgefnum verkum sínum. Húsið verður opnað kl. 20 og aðgangur er ókeypis.

 

Formleg stofnun Bókabæjanna austanfjalls verður nánar kynnt síðar í vor en þar er stefnt að aðild að Alþjóðasamtökum bókabæja, http://www.booktown.net/

Anna Jónsdóttir í Konubókastofu á Eyrarbakka og Bjarni Harðarson í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi eru meðal þeirra sem standa að stofnun Bókabæjar hér á svæðinu. Bjarni bjó um tíma á Eyrarbakka.

Skráð af Menningar-Staður.