Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

31.03.2014 20:51

Sveitarfélagið Árborg - Miðbær Eyrarbakki - skipulagslýsing

 

Sveitarfélagið Árborg – Miðbær Eyrarbakki – skipulagslýsing

 

Samkvæmt 1. mgr. 40. Gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að lýsingu deiliskipulags fyrir miðbæ Eyrarbakka.

Skiplagsreiturinn afmarkast af Bakarísstíg, Túngötu, Háeyrarvegi og sjóvarnargarði og er um 8.7ha að stærð. 

Svæðið innan skipulagsreitsins er að stórum hluta íbúðarbyggð, en þar er einnig safnasvæðið á Eyrarbakka, með byggðasafn Árnesinga (Húsið, Assistentahúsið, Eggjaskúrinn) og Sjóminjasafnið. Sjóvarnagarðurinn er hafður utan við deiliskipulagsmörkin og flokkast ekki til byggðarinnar þó hann sé vissulega útvörður hennar mót suðurströndinni. 

Skipulagslýsingin liggur frammi á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa að Austurvegi 67 Selfossi og í ráðhúsi Árborgar að Austurvegi 2 Selfossi á skrifstofutíma frá kl . 8-15 skriflegum ábendingum er hægt að koma á framfæri á sama stað og á netfangiðbardur@arborg.is fyrir 14.apríl 2014. Einnig er hægt að kynna sér lýsinguna á heimasíðu Sveitarfélagsins, http://www.arborg.is 

 

Sjá fylgiskjöl 
EYRARBAKKI Deiliskipulag miðsvæðis 

EYRARBAKKI Deiliskipulag miðsvæðis til kynningar á íbúafundi

 

Af www.arborg.is

.

 

Skráð af Menningar-Staður