Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

30.04.2014 20:09

A hard day's night aftur í bíó - 50 ár frá fyrstu mynd Bítlanna

Bítlarnir í Hard day's night, en Ringo er sagður hafa komið með þennan snjalla titil á myndina og lagið.

Bítlarnir í Hard day's night, en Ringo er sagður hafa komið með þennan snjalla titil á myndina og lagið.

 

A hard day's night aftur í bíó - 50 ár frá fyrstu mynd Bítlanna

 

Í sumar verða liðin 50 ár frá frumsýningu fyrstu bíómyndar Bítlanna; A hard day's night. Myndin og tónlistin urðu firnavinsæl og lyftu Bítlaæðinu til hærri hæða en nokkru sinni fyrr. Þá var platan með tónlist myndarinnar sú fyrsta til að innihalda lög sem voru öll samin af Lennon og McCartney.

Í tilefni af hálfrar aldar afmæli myndarinnar hefur Janus films unnið myndina upp á nútíma tækni og ráðið Giles Martin, son Georges Martin sem stýrði upptökum fyrir Bítlana, til að vinna hljóðrásina fyrir 5.1 hljóðkerfi og er hann að því í Abbey road hljóðverinu.

Myndin verður sýnd í Pavilion kvikmyndahúsinu í London og í meira en 50 borgum í Bandaríkjunum á þjóðhátíðarhelginni þar í landi.

Myndin segir frá ferð hinna fjögurra frábæru frá Liverpool til London, þar sem þeir eiga að mæta í sjónvarsþátt en lenda í hjörð óðra áhorfenda og miklum ævintýrum. Nokkrir af þekktustu smellum Bítlanna eru í myndinni. Lög á borð við Can't buy me love, Should have known better og titillagið sjálft sem er eitt af þeirra þekktustu.

Tónlistin úr myndinni er á meðal sígildra meistaraverka rokksögunnar og var hún til að mynda í fjórða sæti í úttekt Rolling Stone tímaritsins yfir bestu kvikmyndatónlist allra tíma.

http://www.pressan.is/Menningarpressan/LesaMenningarfrett/a-hard-days-night-aftur-i-bio---50-ar-fra-fyrstu-mynd-bitlanna

Menningarpressan - Björgvin G. Sigurðsson.

Skráð af Menningar-Staður