Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

30.04.2014 10:47

Feðgin sýna í Svartakletti á Stokkseyri

Elfar Guðni Þórðarson.Feðgin sýna í Svartakletti á Stokkseyri

 

Nú standa yfir sýningar í Svartakletti í Menningarverstöðinni í Hólmarastarhúsinu á Stokkseyri.

Þar sýna þau feðgin Elfar Guðni Þórðarson og Valgerður Þóra Elfarsdóttir. 

Á sýningunum eru myndir málaðar með akrýl á masonit og olíu á striga, ljósmyndir af þúfunum í Stokkseyrarfjöru og mósaíkverk unnin með blandaðri tækni.

Sýningin er opin föstudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 14.00-18.00, eða eftir samkomulagi, til 1. júní sem jafnframt er sjómannadagurinn.

 

Skráð af Menningar-Staður